Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður skjálfti við Kleifarvatn
Þriðjudagur 2. ágúst 2022 kl. 04:53

Harður skjálfti við Kleifarvatn

Kl. 02:27 varð skjálfti af stærð 5,0 vestan við Kleifarvatn, á sama stað og skjálftar hafa verið í kvöld og nótt. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhluta landsins.

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga jókst aftur upp úr kl. 23 í gærkvöldi. Virknin er staðsett rétt vestan við Kleifarvatn. Skjálftarnir eru gikkskjálftar. Engin merki um gosóróa mælast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stærsti skjálftinn sem hefur mælst í hrinunni sem hófst síðastliðinn laugardag varð kl. 17:48 á sunnudag. Hann var 5,4 að stærð og átti sér stað um 3 km NA af Grindavík. Alls hafa 15 skjálftar yfir stærð 4 mælst og dreifa þeir sér um svæði frá Þorbirni að Kleifarvatni.

Veðurstofan vekjur athygli á því að aukin hætta er á grjóthruni og hefur verið tilkynnt um grjóthrun á nokkrum stöðum á Reykjanesskaga. Fólki er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum, nálægt bröttum sjávarbjörgum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.