Harður árekstur við þrengingu á Brautinni
Umferðarslys varð á Strandarheiði um kl. 4 í nótt þar sem húsbíll og fólksbíll skullu saman þar sem tvöföld akbrautin endar.
Alls voru sjö manns í bílunum og voru fjórir fluttir á Landspítala í Reykjavík til aðhlynningar, en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg.
Við óhappið færðust steinblokkir og aðrar umferðarmerkingar til og varð lögreglan að stýra umferð um svæðið fram undir morgun.
VF-mynd úr safni
Alls voru sjö manns í bílunum og voru fjórir fluttir á Landspítala í Reykjavík til aðhlynningar, en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg.
Við óhappið færðust steinblokkir og aðrar umferðarmerkingar til og varð lögreglan að stýra umferð um svæðið fram undir morgun.
VF-mynd úr safni