Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 22:01

HARÐUR ÁREKSTUR VIÐ SNJÓPLÓG EFTIR FRAMÚRAKSTUR

Harður árekstur varð á Reykjanesbraut um miðjan dag á þriðjudag. Lítill fólksbíll lenti í árekstri við snjóplóg Vegagerðarinnar. Bifreiðin var á leið til Reykjavíkur og var ekið framúr annarri bifreið. Við framúraksturinn lenti hún hins vegar framan á snjóplóg sem var á leið til Keflavíkur. Ökumaður hans reyndi að forða árekstri og keyrði niður ljósastaur. Ófrísk stúlka ók fólksbílnum. Hún var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur en slapp án alvarlegra áverka. Aðstæður til aksturs voru ekki góðar og skyggni lélegt. VF-tölvumynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024