Harður árekstur við Rósaselstorg
Umferðarslys varð á Sandgerðisvegi skammt frá Rósaselstorgi á áttunda tímanum í gærkorgun. Þar höfðu tvær bifreiðar sem ekið var úr gagnstæðum áttum lent í nokkuð hörðum árekstri. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og var annar þeirra fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús til aðhlynningar. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg. Báðar bifreiðarnar voru talsvert skemmdar og voru dregnar á brott með dráttarbifreið.