Harður árekstur við ljósastaur á Hafnargötu
Ökumaður þessarar bifreiðar má þakka fyrir að hafa ekki slasað gangandi vegfarendur þegar hann ók á ljósastaur við hringtorg á mótum Hafnargötu og Vatnsnesvegar síðdegis í gær.
Bifeiðin stórskemmdi staurinn og hafnaði föst á milli hans og hússins að Hafnargötu 62, skammt frá inngangi að veitingahúsinu Langbest og skrifstofu Samkaupa.
Ekki urðu slys á fólki við áreksturinn en tildrög hans voru ókunn og ekki vitað hvort hraðakstur átti þátt í því að bifreiðin fór þessa leið en ekki þá hefðbundnu um hringtorgið.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Bifeiðin stórskemmdi staurinn og hafnaði föst á milli hans og hússins að Hafnargötu 62, skammt frá inngangi að veitingahúsinu Langbest og skrifstofu Samkaupa.
Ekki urðu slys á fólki við áreksturinn en tildrög hans voru ókunn og ekki vitað hvort hraðakstur átti þátt í því að bifreiðin fór þessa leið en ekki þá hefðbundnu um hringtorgið.
VF-mynd: Hilmar Bragi