Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 7. júlí 2003 kl. 22:32

Harður árekstur við ljósastaur

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús eftir árekstur bifreiðar við ljósastaur á mótum Grænás og Njarðarbrautar í Njarðvík nú í kvöld. Fimm menn voru í bílnum en fjórir þeirra kenndu sér meins eftir áreksturinn. Ekki liggur fyrir hvers vegna ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. Grænásbrekkan er mjög blaut og á gatnamótunum hefur myndast stór pollur eftir að kantsteinn var steyptur þar nýlega en ekkert niðurfall er á horninu.Slökkviliðið var sent á staðinn til að hreinsa upp olíu sem lekið hafði niður. Bifreiðin er mikið skemmd, ef ekki ónýt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024