Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 20. september 2000 kl. 09:31

Harður árekstur við Grindavík

Harður árekstur varð á Nesvegi við Grindavík um klukkan sjö á þriðjudagskvöld. Tveir bílar lentu saman með þeim afleiðingum að ökumaður annars bílsins, maður um áttrætt, slasaðist nokkuð og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, en samkvæmt upplýsingum þaðan er hann ekki alvarlega slasaður. Ekki vitað nákvæmlega um tildrög slyssins, en gamli maðurinn ók bíl sínum á röngum vegarhelmingi með fyrrgreindum afleiðingum. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru þeir fluttir af slysstað með dráttarbifreið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024