Harður árekstur við enda tvöföldunar
Geysiharður árekstur varð við enda tvöföldunar Reykjanesbrautar á Fitjum nú í morgun. Bifreið var ekið af Stekk og í veg fyrir bifreið sem ók eftir Reykjanesbraut. Sú bifreið stórskemmdist í árekstrinum. Tjónvaldurinn hafnaði að lokum á stórri dráttarbifreið sem var að flytja jarðýtu eftir Reykjanesbrautinni. Ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki, eftir því sem næst verður komist.
Árekstrar eru mjög tíðir á þessum gatnamótum. Í mörg ár hefur verið talað um að úrbætur þurfi að gera á þessu horni, en umferð er mjög hröð við þessi gatnamót. Þarna er leyfilegur hámarkshraði 70 km./klst.
Myndir frá slysstað nú í morgun. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson