Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur í Reykjanesbæ
Föstudagur 7. febrúar 2014 kl. 11:10

Harður árekstur í Reykjanesbæ

- Ökumaður fluttur á sjúkrahús.

Harður árekstur varð á gatnamótum Smiðjuvalla og Þjóðbrautar í Reykjanesbæ í fyrradag og var ökumaður annarrar bifreiðarinnar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Óhappið varð með þeim hætti að bifreið var ekið af Smiðjuvöllum, þar sem er stöðvunarskylda, og inn á Þjóðbraut í veg fyrir aðra bifreið. Ökumaður og tveir farþegar fyrrnefndu bifreiðarinnar kenndu eymsla eftir áreksturinn og fóru sjálfir á HSS. Bílarnir voru fjarlægðir með kranabíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá varð árekstur við Nesvelli en engin slys urðu á fólki. Dráttarbifreið var fengin til að fjarlægja ökutækin.