Harður árekstur í Grindavík
Sex umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Í gær varð harður árekstur í Grindavík. Ökumenn beggja bifreiða, sem voru einir í bifreiðum sínum, voru fluttir annars vegar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hins vegar á Landspítala í Fossvogi. Bifreiðarnar voru fjarlægðar með dráttarbílum.
Þá ók ökumaður á íbúðarhús, annar ók á ljósastaur og hinn þriðji ók upp á umferðareyju og ók í leiðinni niður tvö umferðarmerki. Loks voru tvær aftanákeyrslur. Annars vegar var bifreið ekið aftan á bifhjól og hins vegar var bifreið ekið aftan á aðra.