Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur af völdum hálku
Mánudagur 30. desember 2013 kl. 12:00

Harður árekstur af völdum hálku

Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Harður árekstur varð í Njarðvík í gærmorgun, þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í flúgandi hálku, með þeim afleiðingum að hún lenti framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Annar ökumannanna var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Fjarlægja þurfti báða bílana með kranabíl.

Þá skullu tveir bílar saman á Reykjanesbraut og voru ökumenn beggja fluttir til skoðunar á HSS. Þeir reyndust ekki vera slasaðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við Fjörubraut var ekið á umferðarskilti og þá bifreið þurfti einnig að fjarlægja með kranabifreið. Loks var bakkað á tvær bifreiðar sem stóðu kyrrstæðar.