Harður árekstur á Suðurnesjum
Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Báðir ökumennirnir voru fluttir undir læknishendur á HSS og fjarlægja þurfti bifreiðarnar með dráttarbifreið.
Þá varð þriggja bíla árekstur í Njarðvík og tvær bifreiðar rákust jafnframt saman á Ásbrú, skemmdir urðu á ökutækjunum en ekki slys á fólki.