Harður árekstur á Reykjanesbraut við Fitjar
Mjög harður árekstur varð á Reykjanesbraut við Fitjar nú á tíunda tímanum.Þar rákust saman fólksbíll og jeppi. Jeppanum mun hafa verið beygt í veg fyrir fólksbílinn. Ökumaður jeppans var fluttur af slysstað í sjúkrabíl en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hans voru. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.