Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 21. apríl 2001 kl. 04:28

Harður árekstur á Reykjanesbraut við Fitjar

Síðdegis varð harður árekstur rútu og jeppa á gatnamótum Reykjanebrautar og Stekkjar á Fitjum í Njarðvík. Einn var fluttur á sjúkrahús og báðir bílarnir eru óökufærir.Jeppabifreiðinni var ekið af Stekk og í veg fyrir Flugrútuna sem ók í átt til Keflavíkur. Ekki urðu teljandi tafir á umferð þar sem góð hjáleið er við slysstaðinn. Þessi gatnamót hafa löngum verið talin hættuleg og fjölmörg umferðarslys orðið þar á síðustu árum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024