Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Harður árekstur á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 27. nóvember 2002 kl. 19:17

Harður árekstur á Reykjanesbraut

Harður árekstur varð á Reykjanesbraut um hálf sjö leitið í kvöld við Vogaafleggjara. Jeppabifreið sem var að beygja niður Vogaafleggjara ók í veg fyrir bifreið sem var á leiðinni til Keflavíkur. Við áreksturinn kastaðist bifreiðin sem ekið var til Keflavíkur á umferðarskilti og endaði á ljósastaur. Ökumenn bifreiðanna voru flutt til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og eru talin lítið slösuð að sögn Lögreglunnar í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024