Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur á Njarðarbraut í Njarðvík
Fimmtudagur 18. júlí 2002 kl. 14:52

Harður árekstur á Njarðarbraut í Njarðvík

Harður árekstur varð á þriðja tímanum í dag á Njarðarbraut í Njarðvík. Áreksturinn varð á móts við verslun Besta þar sem fólksbíl var ekið aftan á stóran amerískan sendibíl. Sjúkrabíll var sendur á vettvang og flutti ökumann fólksbílsins á sjúkrahús ásamt ungu barni, sem var farþegi. Ökumaðurinn mun ekki hafa verið í bílbelti, en barnið var í bílstól.Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki vitað hvort meiðsl voru alvarleg, en lögreglumenn voru enn við vettvangsvinnu núna rétt fyrir kl. þrjú. Njarðarbrautinni var lokað á hluta og umferð vísað annað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024