Harður árekstur á Hafnargötu
Hafnargötu í Keflavík var lokað að hluta til í gærkvöldi vegna umferðarslyss sem varð á mótum Hafnargötu og Faxabrautar. Bifreið var ekið suður Hafnargötu og í veg fyrir bifreið sem ók norður Hafnargötu á gatnamótum Víkurbrautar, Hafnargötu og Faxabrautar.Ökumenn voru fluttir á sjúkrahús en fengu að fara heim að skoðun lokinni. Bílarnir voru fjarlægðir með dráttarbifreið. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður sem ók suður Hafnargötu ætlaði að beygja inn á Víkurbraut en fór þá í veg fyrir bifreið sem ók norður Hafnargötu.