Harður árekstur á hættulegum gatnamótum
Ökumaður bifreiðar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir geyisharðan árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar í hádeginu í dag. Þessi gatnamót eru orðin ein þau hættulegustu í Reykjanesbæ í kjölfar aukinnar umferðar í tengslum við fjölmenna íbúabyggð á Vallarheiði.
Tvær fólksbifreiðar rákust saman þegar annarri var ekið af Grænásvegi í veg fyrir hina sem ók Reykjanesbraut.
Ökumennirnir voru einir í bílunum. Hvorugur slasaðist alvarlega en lögreglan tekur að annar ökumaðurinn hafi rotast um tíma við áreksturinn.
Mynd: Frá árekstrinum í dag. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir, ef ekki ónýtir. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson