Harður árekstur á Grindavíkurvegi
Harður árekstur varð í hádeginu milli fólksflutningabifreiðar og vörubifreiðar á Grindavíkurvegi, nærri afleggjaranum í Bláa lónið. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust nokkuð. Vörubifreiðin hafnaði utan vegar og talsvert af olíu fór niður í jarðveginn. Slysið varð á vatnsverndarsvæði og var slökkviliðið í Grindavík kallað til að hreinsa upp olíuna.Grafa var kölluð til og stóð til að grafa upp svæðið þar sem olían fór niður.
Nánari fréttir er ekki að hafa af slysinu en tildrög þess voru þau að rútan var að snúa við á veginum þegar vörubifreiðin kom yfir blindhæð og ók á rútuna. Rútan var að flytja ferðalanga og ætlaði að snúa við á leið sinni úr Grindavík til að skila af sér farþegum í Bláa lónið.
Nánar um slysið um leið og lögregla hefur lokið störfum á vettvangi.
Myndin: Frá vettvangi slyssins á Grindavíkurvegi nú í hádeginu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Nánari fréttir er ekki að hafa af slysinu en tildrög þess voru þau að rútan var að snúa við á veginum þegar vörubifreiðin kom yfir blindhæð og ók á rútuna. Rútan var að flytja ferðalanga og ætlaði að snúa við á leið sinni úr Grindavík til að skila af sér farþegum í Bláa lónið.
Nánar um slysið um leið og lögregla hefur lokið störfum á vettvangi.
Myndin: Frá vettvangi slyssins á Grindavíkurvegi nú í hádeginu. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson