Harður árekstur á Ásbrú
Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Grænásbrautar og Flugvallarbrautar á tólfta tímanum í morgun. Ökumaður bifreiðar sem ók eftir Grænásbraut blindaðist af sól og ók í veg fyrir bifreið sem ekið var eftir Flugvallarbraut.
Bifreiðarnar skemmdust mikið en meiðsl á fólki reyndust minniháttar.