Þriðjudagur 25. september 2007 kl. 09:28
Harður árekstur – minniháttar meiðsl
Síðdegis í gær var tilkynnt um harðan árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu í Keflavík. Þar lentu tvær bifreiðar saman og var ökumaður annarrar bifreiðarinnar fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Meiðsl hans reyndust minniháttar.