Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 20. júlí 2003 kl. 16:27

Harðir jarðskjálftar undan Reykjanestá

Jarðskjálftar sem mælast tæplega fimm stig á Richter-kvarða hafa verið að greinast á Reykjaneshrygg undanfarinn sólarhring. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur hjá jarðeðlissviði Veðurstofunnar, segir á vef Morgunblaðsins að upptök skjálftanna séu um 200-300 km suðvestur af Reykjanestá. „Hrinan byrjaði í gærdag upp úr klukkan ellefu og hefur verið í gangi með hléum síðan," segir Halldór. „Skjálftarnir mælast hátt í fimm stig. Það er reyndar erfitt fyrir okkar kerfi að meta stærðina á þeim vegna þess hversu langt frá landinu þeir eru."

Halldór segir að skjálftar af þessu tagi gætu verið undanfari eldgoss á svæðinu, en engar upplýsingar hafi borist um það. „Við sjáum engan óróa sem bendir til þess á mælum hjá okkur, og við hefðum örugglega fengið tilkynningar frá bæði flugvélum og skipum ef að eitthvað væri byrjað."

Fréttavefur Morgunblaðsins greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024