Harðir árekstrar á Suðurnesjum
Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp á Suðurnesjum síðustu daga sem tilkynnt hafa verið til lögreglunnar. Klukkan 15:18 sl. þriðjudag var tilkynnt um harðan árekstur á gatnamótum Hafnargötu og Ránargötu í Grindavík. Þar höfðu lent saman tvær fólksbifreiðar sem báðar voru óökufærar eftir áreksturinn.Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann fann til eymsla í hálsi.
Nokkuð harður árekstur varð á Seilugötu í Njarðvík sl. fimmtudag. Ekki urður slys á fólki en kranabifreið flutti bifreiðarnar af vettvangi.
Nokkuð harður árekstur varð á Seilugötu í Njarðvík sl. fimmtudag. Ekki urður slys á fólki en kranabifreið flutti bifreiðarnar af vettvangi.