Harðar umræður um varnarmál í bæjarstjórn
Hörð átök urðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudagskvöld þar sem rætt var um varnarmál. Á fundinum lagði Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu þar sem lagt var til að fundur yrði haldinn hið fyrsta á vegum Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna frétta í fjölmiðlum um yfirvofandi samdrátt í starfsemi Varnarliðsins. Í tillögunni er tekið fram að til fundarins verði boðið sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum frá Forsætis- og Utanríkisráðuneyti.
Harðar umræður sköpuðust um tillögu Samfylkingarinnar og kom það fram í máli sjálfstæðismanna að þeir teldu ekki nauðsynlegt að halda fund innan Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem ekkert nýtt væri komið fram í málinu. Sjálfstæðismenn lögðu fram breytingartillögu við tillögu Samfylkingarinnar þar sem gert var ráð fyrir að fundur innan Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum yrði haldinn þegar aðstæður sköpuðust. Breytingartillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt með atkvæðum meirihlutans og framsóknarmanna en bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar voru á móti. Tillaga Samfylkingarinnar með breytingunni var samþykkt af meirihluta bæjarstjórnar og sátu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðsluna.
Jóhann Geirdal, oddviti Samfylkingarinnar
Af hverju lögðuð þið þessa tillögu fram á bæjarstjórnarfundi?
Við teljum að Suðurnesjamenn eigi að gæta hagsmuna íbúanna hér á svæðinu og til þess að það sé hægt þurfum við að hafa upplýsingar frá fyrstu hendi. Það er mjög mikilvægt að við séum í sambandi við fulltrúa frá ráðuneytunum svo að við getum brugðist við.
Hvað vill Samfylkingin gera?
Samfylkingin vill að þegar samdráttur mun eiga sér stað á Keflavíkurflugvelli þá verði gengið á mjög ákveðin hátt til samninga við bandaríkjamenn um nýtingu á svæðinu og þeim mannvirkjum sem þar eru. Það skiptir líka miklu máli að rætt sé við fólkið sem starfar hjá Varnarliðinu.
Komu viðbrögð meirihlutans ykkur á óvart?
Já. Meirihlutinn vill bíða og sitja aðgerðarlaus þar til allt er yfirstaðið og þá á að skoða hvað þarf að gera í málinu. Það finnst okkur ekki vera góð vinnubrögð sveitarstjórnarmanna í málinu.
Nú var deilt á þig á fundinum og sagt að þú vildir herinn burt. Er það rétt?
Ég er friðarsinni, en það kemur hinsvegar málinu ekkert við eins og það lítur út í dag. Ég hef alla tíð og það eru til 30 ára heimildir fyrir því að ég hef unnið að því að atvinna fólksins hér á svæðinu verði tryggð. Það er það sem skiptir meginmáli. Ég harma ekki að það sé friðvænlegt í heiminum á okkar tímum og það að þörf sé á breyttu fyrirkomulagi á Keflavíkurflugvelli tel ég að sé jákvætt, ef það er vegna þess að það sé friðvænlegra í heiminum. Við eigum hinsvegar ekki að láta það trufla okkur og við eigum að hugsa um hagsmuni fólksins á svæðinu.
Telurðu að varnarliðið muni hverfa frá landinu?
Ég reikna ekki með því. Ég geri ráð fyrir að það verði samdráttur og einhverjar breytingar verði gerðar. Allar breytingar fela í sér sóknarfæri og það er okkar að nýta þau.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Hvað setja Sjálfstæðismenn helst út á tillögu Samfylkingarinnar sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag?
Við teljum að það sé æskilegt að halda fundinn þegar aðstæður leyfa, þ.e. eftir nánara samráð við forystumenn ríkisstjórnarinnar. Þá er meira á slíkum fundi að ræða, heldur en að gera það strax.
Finnst þér ekki eðlilegt að sveitarstjórnarmenn á svæðinu setjist niður með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem koma að málinu og fái upplýsingar um stöðu málsins?
Jú og ég vísa til fyrri spurningar.
Reynslan sýnir að bandaríski herinn hefur horfið frá löndum með skömmum fyrirvara. Telurðu ekki eðlilegt að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að herinn fari héðan?
Samningurinn sem gildir milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál er með allt öðrum hætti en samningar annarra landa þar sem Bandaríkjaher hefur aðstöðu. Framhjá þessu mega menn alls ekki horfa og allra síst íslendingar sjálfir.
Nú kom fram hjá forsætisráðherra í fréttum RÚV á þriðjudagskvöld að hann teldi tilgangslaust að halda fund með bandaríkjamönnum á meðan afstaða þjóðanna til málsins breytist ekki. Telurðu að viðræðurnar hafi siglt í strand?
Ég get ekki metið það fyrr en ég hef fengið frekari upplýsingar frá forsætisráðherra um hvar málið nákvæmlega stendur.
Hvernig metur þú stöðuna?
Ég tel að málið sé komið í réttan farveg. Viðræðurnar eru á milli æðstu stjórnkerfa ríkjanna og það er jákvætt. Þarmeð er ástæða til að vísa til varnarsamningsins og þeirra ákvæða sem þar gilda og þess vegna er ég bjartsýnn á að það náist viðunandi niðurstaða.
Kemur þú eitthvað að viðræðunum við bandaríkjamenn?
Ég fæ að fylgjast með á svipaðan hátt og ætlast er til af bæjarstjóra stærsta sveitarfélagsins á svæðinu.
Harðar umræður sköpuðust um tillögu Samfylkingarinnar og kom það fram í máli sjálfstæðismanna að þeir teldu ekki nauðsynlegt að halda fund innan Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem ekkert nýtt væri komið fram í málinu. Sjálfstæðismenn lögðu fram breytingartillögu við tillögu Samfylkingarinnar þar sem gert var ráð fyrir að fundur innan Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum yrði haldinn þegar aðstæður sköpuðust. Breytingartillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt með atkvæðum meirihlutans og framsóknarmanna en bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar voru á móti. Tillaga Samfylkingarinnar með breytingunni var samþykkt af meirihluta bæjarstjórnar og sátu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðsluna.
Jóhann Geirdal, oddviti Samfylkingarinnar
Af hverju lögðuð þið þessa tillögu fram á bæjarstjórnarfundi?
Við teljum að Suðurnesjamenn eigi að gæta hagsmuna íbúanna hér á svæðinu og til þess að það sé hægt þurfum við að hafa upplýsingar frá fyrstu hendi. Það er mjög mikilvægt að við séum í sambandi við fulltrúa frá ráðuneytunum svo að við getum brugðist við.
Hvað vill Samfylkingin gera?
Samfylkingin vill að þegar samdráttur mun eiga sér stað á Keflavíkurflugvelli þá verði gengið á mjög ákveðin hátt til samninga við bandaríkjamenn um nýtingu á svæðinu og þeim mannvirkjum sem þar eru. Það skiptir líka miklu máli að rætt sé við fólkið sem starfar hjá Varnarliðinu.
Komu viðbrögð meirihlutans ykkur á óvart?
Já. Meirihlutinn vill bíða og sitja aðgerðarlaus þar til allt er yfirstaðið og þá á að skoða hvað þarf að gera í málinu. Það finnst okkur ekki vera góð vinnubrögð sveitarstjórnarmanna í málinu.
Nú var deilt á þig á fundinum og sagt að þú vildir herinn burt. Er það rétt?
Ég er friðarsinni, en það kemur hinsvegar málinu ekkert við eins og það lítur út í dag. Ég hef alla tíð og það eru til 30 ára heimildir fyrir því að ég hef unnið að því að atvinna fólksins hér á svæðinu verði tryggð. Það er það sem skiptir meginmáli. Ég harma ekki að það sé friðvænlegt í heiminum á okkar tímum og það að þörf sé á breyttu fyrirkomulagi á Keflavíkurflugvelli tel ég að sé jákvætt, ef það er vegna þess að það sé friðvænlegra í heiminum. Við eigum hinsvegar ekki að láta það trufla okkur og við eigum að hugsa um hagsmuni fólksins á svæðinu.
Telurðu að varnarliðið muni hverfa frá landinu?
Ég reikna ekki með því. Ég geri ráð fyrir að það verði samdráttur og einhverjar breytingar verði gerðar. Allar breytingar fela í sér sóknarfæri og það er okkar að nýta þau.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Hvað setja Sjálfstæðismenn helst út á tillögu Samfylkingarinnar sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag?
Við teljum að það sé æskilegt að halda fundinn þegar aðstæður leyfa, þ.e. eftir nánara samráð við forystumenn ríkisstjórnarinnar. Þá er meira á slíkum fundi að ræða, heldur en að gera það strax.
Finnst þér ekki eðlilegt að sveitarstjórnarmenn á svæðinu setjist niður með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem koma að málinu og fái upplýsingar um stöðu málsins?
Jú og ég vísa til fyrri spurningar.
Reynslan sýnir að bandaríski herinn hefur horfið frá löndum með skömmum fyrirvara. Telurðu ekki eðlilegt að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að herinn fari héðan?
Samningurinn sem gildir milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál er með allt öðrum hætti en samningar annarra landa þar sem Bandaríkjaher hefur aðstöðu. Framhjá þessu mega menn alls ekki horfa og allra síst íslendingar sjálfir.
Nú kom fram hjá forsætisráðherra í fréttum RÚV á þriðjudagskvöld að hann teldi tilgangslaust að halda fund með bandaríkjamönnum á meðan afstaða þjóðanna til málsins breytist ekki. Telurðu að viðræðurnar hafi siglt í strand?
Ég get ekki metið það fyrr en ég hef fengið frekari upplýsingar frá forsætisráðherra um hvar málið nákvæmlega stendur.
Hvernig metur þú stöðuna?
Ég tel að málið sé komið í réttan farveg. Viðræðurnar eru á milli æðstu stjórnkerfa ríkjanna og það er jákvætt. Þarmeð er ástæða til að vísa til varnarsamningsins og þeirra ákvæða sem þar gilda og þess vegna er ég bjartsýnn á að það náist viðunandi niðurstaða.
Kemur þú eitthvað að viðræðunum við bandaríkjamenn?
Ég fæ að fylgjast með á svipaðan hátt og ætlast er til af bæjarstjóra stærsta sveitarfélagsins á svæðinu.