Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 2. júlí 2003 kl. 12:38

Harðar umræður um varnarmál í bæjarstjórn

Hörð átök urðu á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem rætt var um varnarmál. Á fundinum lagði Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu þar sem lagt var til að fundur yrði haldinn hið fyrsta á vegum Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna frétta í fjölmiðlum um yfirvofandi samdrátt í starfsemi Varnarliðsins. Í tillögunni er tekið fram að til fundarins verði boðið sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum ásamt fulltrúum frá Forsætis- og Utanríkisráðuneyti. Harðar umræður sköpuðust um tillögu Samfylkingarinnar og kom það fram í máli sjálfstæðismanna að þeir teldu ekki nauðsynlegt að halda fund innan Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum þar sem ekkert nýtt væri komið fram í málinu. Sjálfstæðismenn lögðu fram breytingartillögu við tillögu Samfylkingarinnar þar sem gert var ráð fyrir að fundur innan Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum yrði haldinn þegar aðstæður sköpuðust.

Breytingartillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt með atkvæðum meirihlutans og framsóknarmanna en bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar voru á móti. Tillaga Samfylkingarinnar með breytingunni var samþykkt af meirihluta bæjarstjórnar og sátu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðsluna.

Nánar verður fjallað um málið í Víkurfréttum sem koma út á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024