Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harðar umræður um Íslending í bæjarstjórn
Föstudagur 6. september 2002 kl. 09:00

Harðar umræður um Íslending í bæjarstjórn

Reykjanesbær hefur samþykkt að leggja allt að 7 milljónum króna til að fá víkingaskipið Íslending til bæjarins en annar kostnaður verður greiddur af fyrirtækjum og ríkinu. Í svari bæjarstjóra, Árna Sigfússonar kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að Reykjanesbær muni sjálfur byggja eða reka Víkingaþorpið sem áætlað er að reisa í Innri Njarðvík. Miklar umræður spunnust um málið á fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudag, en bæjarstjóri lagði þar fram svör við skriflegri fyrirspurn Guðbrands Einarsson, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.Í fyrirspurnininni sem var í þremur liðum var m.a. spurt um hver væri áætlaður rekstrarkostnaður skipsins og hve stór hlutur Reykjanesbæjar verði í þeim kostnaði. Í svari bæjarstjóra kemur m.a. annars fram:
“Tekjur af sölu siglinga og kynninga eru áætlaðar 8 millj. kr. fyrir sama tímabil. Því er áætlað að enginn kostnaður falli á Reykjanesbæ vegna Íslendings umfram stofnkostnað.
Ekki er gert ráð fyrir að Víkingaþorpið verði rekið af Reykjanesbæ. Víkingaskipið verður leigt til Víkingaþorpsins gegn gjaldi. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið sem reka mun þorpið, muni greiða Reykjanesbæ 300 kr. fyrir hvern gest sem í þorpið kemur.
Til Bláa lónsins komu 300 þúsund gestir á síðasta ári. Miðað við þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er í kringum Íslending og víkingaþorpið má gera ráð fyrir allt frá helmingi þess fjölda og upp í sama fjölda gesta.
Tekjur af leigu Íslendings munu renna til frekari uppbyggingar í ferðaþjónustu og listastarfsemi í Reykjanesbæ." segir í svari bæjarstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024