Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haraldur Axel ráðinn aðstoðarskólastjóri
Haraldur kynnti ásamt fleiri kennurum í vikunni innleiðingu Ipad spjaldtölvanna í 8. bekk Heiðarskóla.
Fimmtudagur 18. apríl 2013 kl. 07:10

Haraldur Axel ráðinn aðstoðarskólastjóri

Haraldur Axel Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla og mun hann taka við því starfi innan skamms. Haraldur hefur starfað sem stærðfræðikennari í skólanum frá árinu 2005 og sinnt deildarstjórnun þetta skólaárið. Haraldur var meðal fimm umsækjenda sem sóttust eftir starfinu.

Eins og greint var nýlega frá urðu skólastjóraskipti þegar Gunnar Þór Jónsson lét af störfum. Sóley Halla Þórhallsdóttir sem gegnt hefur starfi aðstoðarskólastjóra frá 2003 tók þá við starfi skólastjóra. Það er því nýtt stjórnunarteymi í Heiðarskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024