Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 16. október 2001 kl. 10:47

Happasæll KE byrjaður á netaveiðum

„Þetta gengur ljómandi vel. Gallinn er bara sá að aflinn er enginn“, sagði Hallgrímur Guðmundsson, skipstjóri á netabátnum Happasæli KE, er InterSeafood.com náði tali af honum en hann var þá með bátinn í fyrsta róðrinum.Happasæll KE kom nýlega til landsins eftir langsiglingu frá Kína þar sem báturinn var smíðaður. Hann er sérútbúinn til netaveiða og segist Hallgrímur ekki kvíða því þótt aflinn hafi verið lélegur í fyrsta róðrinum.
„Þetta er dæmigert haustástand á netaveiðunum. Við höfum verið með netin, 12 trossur, hér í Faxaflóanum og aflinn, sem við höfum fengið, er þorskur og karfi. Skipið hefur reynst vel fram að þessu og ég kvíði því ekkert að vera að veiðum á þessu skipi þótt það bræli eitthvað“, segir Hallgrímur en alls eru tíu manns í áhöfn Happasæls KE. Það er sami fjöldi og var á gamla skipinu en það hefur nú verið selt Theódóri K. Erlingssyni skipstjóra en hann hyggst gera það út frá Tálknafirði. Eftir á að taka gamla bátinn í slipp og skvera hann áður en hann verður afhentur nýjum eiganda. Sjá nánar á InterSeafood.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024