Hans og Gréta hjá Leikfélagi Keflavíkur
Hafnar eru æfingar á barnaleikritinu Hans og Gréta hjá Leikfélagi Keflavíkur. Steinn Ármann Magnússon leikstýrir öflugum hópi leikara og aðstoðarfólki. Tónlistaséníin Halli Valli, Smári og Ingi Þór sjá um tónlistina og semja hana sérstaklega fyrir þetta verk. Þetta er annað verkið sem Leikfélag Keflavíkur setur upp á þessum vetri, en í fyrsta skiptið sem Hans og Gréta er æft hjá félaginu. Áætlað er að frumsýna í kringum páska í Frumleikhúsinu við Vesturbraut.