Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hannes Þ. Hafstein með skip í togi til Grindavíkur
Mánudagur 26. september 2005 kl. 11:38

Hannes Þ. Hafstein með skip í togi til Grindavíkur

Um kl. 21:00 í gærkvöldi var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði kallað út eftir að 140 tonna stálbátur, Haukur EA, hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna vestur af Sandgerði.

Leiðinda sjór var á staðnum og ekki hægt að kafa og heldur ekki þorandi að draga bátinn til Sandgerðis. Var hann því dreginn til Grindavíkur og var þangað komið um kl. 7:00 í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024