Hannes segir sig úr Sjálfstæðisflokknum
Hannes Friðriksson hefur sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Hannes vakti mikla athygli í samfélaginu síðastliðið haust þegar hann safnaði undirskriftum vegna Hitaveitumálsins svokallaða, sem olli miklu fjaðrafoki.
Hannes hefur í bloggi og greinarskrifum gagnrýnt all nokkuð stefnu Sjálfstæðismanna sem fara með meirihlutavald í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hefur gagnrýnin aðallega beinst að eignarhaldinu í Hitaveitu Suðurnesja og veru Reykjanesbæjar í Fasteign hf. Gagnrýnin hefur einnig beinst að Árna Sigfússyni bæjarstjóra og vakti það mikla athygli í sumar þegar Hannes birti á bloggi sínu bréf sem Árni hafði sent honum. Ljóst er að í röðum Sjálfstæðismanna hefur Hannes því verið nokkuð óþægur ljár í þúfu.
Hannes segir frá þessari ákvörðun sinni á bloggi sínu í gær. Sjá hér: http://smali.blog.is/blog/smali/