Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 13. desember 2001 kl. 21:40

„Hann fer upp í grjótið, hvað eru þeir að gera“

Happasæl KE 94 var dreginn til hafnar í Keflavík um kl. 20 í kvöld eftir að skipið varð vélarvana 15-20 sjóm. frá Garðskaga fyrr í dag.Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein úr Sandgerði/Garði dró Happasæl til hafnar í Keflavík. Erfiðlega gekk að koma skipinu að bryggju þar sem nokkuð hvasst var í höfninni. Notast var við systurbát Hannesar Þ. Hastein, Sigga Guðjóns, og þá setti Guðmundur Rúnar Hallgrímsson útgerðarmaður bönd á Pajero Sport jeppann sinn og reyndi að draga bátinn að bryggju. Kúplingin ofhitnaði hins vegar og notast var við björgunarbifreið frá Sigurvon í Sandgerði til að hjálpa við að koma skipinu að bryggju.
Björgunarmenn höfðu af því áhyggjur þegar björgunarskipið kom með Happasæl inn í höfnina að illa færi og Happasæll færi upp í grjótið við höfnina en „guð og lukkan“ voru með mönnum í kvöld. Setningin: „Hann fer upp í grjótið, hvað eru þeir að gera“, datt af vörum eins björgunarsveitarmannsins á hafnargarðinum í Keflavík og var talið að systurbáturinn Siggi Guðjóns hafi skipt sköpum en hann náði að halda í við Happasæl sem kom á nokkurri ferð inn í höfnina í drættinum hjá Hannesi Þ. Hafstein.

Meðfylgjandi myndasyrpu tók Hilmar Bragi á kajanum í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024