Handverkskonur sýna verk sín í Kastalanum
 Handverkskonur á Suðurnesjum hafa hreint ekki setið með hendur í skauti undanfarnar vikur og mánuði og sést það vel þegar komið er inn í Kastalann á Hafnargötu. Þar má annars vegar sjá muni unna í keramik og gler en hins vegar eru prjónavörur af ýmsum gerðum.
Handverkskonur á Suðurnesjum hafa hreint ekki setið með hendur í skauti undanfarnar vikur og mánuði og sést það vel þegar komið er inn í Kastalann á Hafnargötu. Þar má annars vegar sjá muni unna í keramik og gler en hins vegar eru prjónavörur af ýmsum gerðum.
Listakonurnar voru kátar í bragði þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að og sögðu daginn hafa byrjað vel, en þær ættu ekki von á því að aðsóknin tæki við sér af alvöru fyrr en á morgun.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				