Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtökum fjölgaði um tæp 15%
Þriðjudagur 8. júlí 2014 kl. 11:00

Handtökum fjölgaði um tæp 15%

- hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Handtökum fjölgaði um 14.4% milli áranna 2012 og 2013 hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins. Lögreglan á Suðurnesjum hefur yfir að ráða tíu fangaklefum. Sjö þeirra eru á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, þar af einn sérhannaður til vistunar aðila sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum innvortis til landsins. Þá eru þrír fangaklefar á lögreglustöðinni í Grindavík en þeir eru einungis notaðir í undantekningartilfellum. Nýverið voru settar öryggismyndavélar í alla fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ til að auka eftirlit og þar með öryggi þeirra sem þar þurfa að dvelja.

Samtals voru 479 vistanir í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Reykjanesbæ 2013. Ávallt þurfa tveir lögreglumenn að vera til staðar á lögreglustöðinni þegar aðilar gista klefana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Súlurit úr skýrslu ársskýrslu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Helstu ástæður vistunar í fangaklefa voru ölvun við akstur, varsla og meðferð ávana- og fíkniefna, lög um útlendinga, líkamsárás, áfengislög (ölvun á almannafæri), akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, aðstoð við borgarana (gisting að eigin ósk) og þjófnaður.