Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtóku tvo fyrir óspektir í sérsveitaraðgerð
Föstudagur 14. mars 2008 kl. 00:03

Handtóku tvo fyrir óspektir í sérsveitaraðgerð

Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir í kvöld fyrir að hindra störf sérsveitar Ríkislögreglustjóra og lögreglumanna í Keflavík. Mennirnir voru meðal fjölmargra áhorfenda að aðgerð sérsveitarinnar sem handtók fyrr í kvöld 36 ára gamlan Íslending sem hafði lokað sig inni með haglabyssu í heimahúsi í Keflavík.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta voru karlmennirnir með óspektir og trufluðu störf lögreglunnar á vettvangi. Þeir voru því settir í járn og færðir til lögreglustöðvar, þar sem þeir fá að svara fyrir háttarlag sitt.

Lögregluaðgerðin í kvöld var umfangsmikil og að henni komu fjölmargir sérsveitarmenn frá Ríkislögreglustjóra, ásamt lögreglumönnum frá embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Allt þetta átti sér stað á sama tíma og um 150 einkennisklæddir lögreguþjónar, tollverðir og öryggisverðir voru á fundi í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi ljósmyndir tóku ljósmyndarar Víkurfrétta á vettvangi atburðanna í kvöld.