Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Handtóku fíkniefnasala
Mánudagur 14. október 2013 kl. 11:07

Handtóku fíkniefnasala

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fíkniefnasala og haldlagði töluvert magn af fíkniefnum. Lögreglumenn höfðu áður stöðvað bifreið, sem ekið var frá húsnæði, þar sem grunur lék á að fíkniefnasala færi fram. Ökumaður bifreiðarinnar, rúmlega tvítug kona, ók undir áhrifum kannabis, samkvæmt niðurstöðum sýnatöku. Í framhurð farþegamegin fannst kannabis.

Í framhaldinu knúðu svo lögreglumenn dyra í húsnæðinu. Þar voru fyrir tveir menn um tvítugt. Annar þeirra rauk beint inn á baðherbergi og reyndi að sturta niður töluverðu magni af kannabisefnum, sem ekki tókst. Þá haldlagði lögregla amfetamín í krukku í ísskáp og neysluskammtur til viðbótar í ísskápshurð. Gekkst annar mannanna við að eiga öll efnin nema neysluskammtinn, sem félagi hans sagðist eiga..

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024