Handteknir í fíkniefnaakstri
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur leiddu í ljós að þeir höfðu báðir neytt kannabisefna og amfetamíns. Annar þeirra reyndist það að auki undir áhrifum áfengis við aksturinn.
Þá reyndist ökumaður sem ók á vegrið í Njarðvík, og stakk síðan af, undir áhrifum áfengis þegar lögregla hafði upp á honum skömmu síðar. Tveir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur og skráningarnúmer voru klippt af fjórum bifreiðum sem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar innan tímamarka.