Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handteknir eftir innbrot í Garði
Fimmtudagur 30. september 2004 kl. 09:35

Handteknir eftir innbrot í Garði

Þrír eru í haldi lögreglunnar í Keflavík grunaðir um innbrot í raftækjaverslun í Garði.

Lögreglan stöðvaði bifreið þeirra á Garðvegi um klukkan fjögur í nótt og fundu þar ýmis konar varning úr raftækjaversluninni. Tilkynnt hafði verið um innbrotið nokkru fyrr um kvöldið.

Hinir grunuðu fengu að gista fangageymslur lögreglu, en rannsókn á málinu stendur yfir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024