Handteknir eftir húsbílaveltu í Kúagerði
Húsbíll valt á Reykjanesbraut við Kúagerði nú undir kvöld. Mikil rigning eða slydda var á staðnum og hitastig um þrjár gráður yfir frostmarki. Sjónarvottur að slysinu sem ræddi við Víkurfréttir sagði að hann hafi séð bílinn fljóta upp í vatnselg á veginum og fara að lokum veltu út fyrir veg.
Fjölmennt lögreglu- og björgunarlið kom á vettvang. Þeir sem voru í húsbílnum voru hins vegar ómeiddir og voru handteknir að sögn sjónarvotts.
Húsbíllinn utan vegar við Kúagerði nú undir kvöld.