Þriðjudagur 2. janúar 2007 kl. 09:25
Handtekinn fyrir að stela korti sem reyndist vákort
Einn maður var handtekinn í gær vegna ölvunar og misnotkunar á greiðslukorti annars manns sem tilkynnt hafði verið vákort. Gistir hann fangageymslu til morguns.
Undir morgun varð umferðaróhapp á Flugvallavegi er bifreið lenti þar útaf í mikilli hálku. Engin slys urðu á fólki.