Handtekin með fíkniefni við Samkaup
Kona á fertugsaldri var handtekin við Samkaup í nótt, grunuð um að vera undir áhrifum fíkniefna. Leitað var á konunni og á henni fundust efni sem talin eru vera fíkniefni. Konan var færð á lögreglustöðina í Keflavík og yfirheyrð en sleppt að yfirheyrslu lokinni.Hún hefur oft komið við sögu fíkniefnamála og var yfirheyrð í síðustu viku vegna Stóra fíkniefnamálsins.