Handtaka við Innri Njarðvík
Nokkur ungmenni voru handtekin og færð til lögreglustöðvar í gærkvöldi vegna gruns um meðferð fíkniefna.Bifreið var stöðvuð á Njarðarbraut móts við bifreiðaskoðun Frumherja. Þar voru ungir menn settir í járn og færðir til stöðvar ásamt bifreiðum þar sem framkvæmd var fíkniefnaleit. Ekkert fannst og aðilum sleppt út í nóttina.