Handtaka á Reykjanesbraut
Mikill viðbúnaður var á Reykjanesbraut síðdegis, þar sem fjölmennt lögreglulið stöðvaði bifreið og færði þá sem í henni voru í handjárn. Þeir voru síðan fluttir með annarri lögreglubifreið til höfuðborgarinnar.
Fjöldi lögreglubíla var á Reykjanesbrautinni síðdegis en á sjötta tímanum taldist blaðamanni Víkurfrétta til að þar væru sex lögreglubílar og tvö lögreglumótorhjól.
Talið er að handtakan á Reykjanesbrautinni tengist alvarlegu líkamsárásarmáli í Reykjavík fyrr í dag, þar sem bareflum og öxum var beitt, svo flytja þurfti sjö manns á sjúkrahús með beinbrot og skurði. Enginn er í lífshættu en nokkrir alvarlega slasaðir.
Myndin var tekin á Strandarheiðinni þar sem lögreglubifreið hefur stöðvað bifreið þeirra handteknu.
Víkurfréttasímamynd: Hilmar Bragi