Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handleggsbrotnaði í fjórhjólaslysi
Fjórhjól eru skemmtileg tæki. Myndin tengist ekki fréttinni.
Föstudagur 8. október 2021 kl. 16:20

Handleggsbrotnaði í fjórhjólaslysi

Erlendur ferðamaður handleggsbrotnaði í fjórhjólaslysi við Hópsnes í gær. Viðkomandi missti stjórn á hjólinu svo það valt með fyrrgreindum afleiðingum. Þetta er annað fjórhjólaslysið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í hinu fyrra var tvennt á hjólinu. Ökumaðurinn missti stjórn á því og valt það yfir þau. Fólkinu var komið undir læknis hendur en meiðsl ekki alvarleg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024