Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handleggsbrotnaði í árekstri vélhjóls og bifreiðar
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 09:47

Handleggsbrotnaði í árekstri vélhjóls og bifreiðar

Lögregla fékk tilkynningu um umferðaróhapp á Lyngbraut í Garði í gær. Þar höfðu rekist saman létt bifhjól og bifreið og var ökumaður bifhjólsins fluttur á HSS og reyndist hann vera handleggsbrotinn. Ökumaður bifhjólsins var réttindalaus og hjólið ótryggt.

Þá var tilkynnt um lakkskemmdir á bifreið eftir að hún hafði mætt vörubifreið á Reykjanesbraut sem var að flytja sand og möl. Hafði það fokið af vörubifreiðinni.

Í gærkvöld var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 118 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024