Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handleggsbrotinn eftir bílveltu
Laugardagur 13. maí 2006 kl. 00:34

Handleggsbrotinn eftir bílveltu

Talið er að orsök óhappsins á Reykjanesbraut við Vogastapa núna síðdegis hafi verið sú að annar ökumaðurinn dottaði undir stýri, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Við það hafi hann misst bílinn yfir á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann skall á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Annar bílinn valt og báður hentust þeir út af veginum við höggið. Einn farþegi handleggsbrotnaði en að öðru leyti voru meiðsl minniháttar, að sögn lögreglu.  Aðkoman að slysstað var ófögur og verður að teljast mikil mildi að ekki fór verr. Báðir bílarnir eru taldir gjörónýtir.

VF-mynd: Ellert Grétarsson

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024