Sunnudagur 29. janúar 2006 kl. 13:21
Handjárnaður maður leitaði á náðir lögreglu
Þegar lögreglumenn voru við vínhúsaeftirlit á einum veitingastaðnum hér Suður með sjó í nótt gaf maður nokkur sig á tal við þá. Var hann fastur í handjárnum. Hafði ónefndur félagi mannsins sett á hann handjárnin. Lögreglumenn lögðu hald á handjárnin eftir að hafa losað félagann úr prísundinni.