Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hallur fer í hundana
Hundur í haldi. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Miðvikudagur 10. maí 2017 kl. 06:00

Hallur fer í hundana

- Hefur eftirlit með skráningu katta í Grindavík

Grindavíkurbær hefur fengið til starfa hunda- og kattaeftirlitsmann sem sinnir eftirliti í bæjarlandinu, í stað þess að kalla þurfi út eftirlitsmann frá Reykjanesbæ í hvert sinn. Hallur Gunnarsson mun sinna þessu eftirliti fyrir Grindavíkurbæ og hægt er að hringja í hann í síma 821-5304 ef fólk verður vart við hunda sem ganga lausir. Einnig mun eftirlitsmaðurinn sinna eftirliti með skráningu katta, en alla ketti ber að skrá og örmerkja.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur yfirumsjón með leyfisveitingum og eftirliti vegna dýrahalds á Suðurnesjum. Óskráðir kettir og hundar sem ganga lausir eru færðir til þeirra til geymslu. Fólki er bent á að hafa samband við Heilbrigðiseftirlitið ef dýra er saknað. Síminn þar er 420-3288.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024