Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hallfríður leiðir lista Miðflokksins í Grindavík
Miðvikudagur 25. apríl 2018 kl. 13:35

Hallfríður leiðir lista Miðflokksins í Grindavík

Miðflokkurinn býður fram í Grindavík fyrir komandi sveitastjórnarkosningar en listann leiðir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Hallfríður starfar sem skrifstofustjóri hjá HSS fiskverkun og er gift Elíasi Þórarni Jóhannssyni og eiga þau fimm börn. Hallfríður, eða Didda rak söluturninn Skeifuna í Grindavík í sjö ár og útskrifaðist hún með BS í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2015.

Í öðru sæti er Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður fyrir Sjóvá í Grindavík. Hann hefur starfað hjá Sjóvá síðan 2005 og með því var hann fjármálastjóri Vélsmiðju Grindavíkur ehf frá 2009 til 2017. Áður starfaði hann sem þjónustufulltrúi Landsbanka Íslands í rúm 6 ár. Gunnar Már sat í bæjarstjórn Grindavíkur, sem varamaður frá 2006 til 2008 en kom svo inn sem aðalmaður fyrir Hallgrím Bogason heitinn síðustu tvö árin á tímabilinu. Nýverið var hann svo kosinn formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Miðflokkurinn hefur hafið sína málefnavinnu og stefnir að því að halda opinn fund með bæjarbúum á allra næstu dögum þar sem íbúum gefst kostur á að móta stefnuna með okkur.

Hér má sjá átta efstu sætin hjá miðflokknum í Grindavík.

1.  Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri.
2.  Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður Sjóvá í Grindavík
3.  Unnar Magnússon, vélsmiður
4.  Páll Gíslason,  verktaki.
5.  Auður Guðfinnsdóttir, verkakona.
6.  Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur
7.  Gerða Kristín Hammer, stuðningsfulltrúi í Hópskóla.
8.  Ásta Agnes Jóhannesdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024