Halldóra leiðir Framsókn í Reykjanesbæ
Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ var samþykktur samhljóða á almennum félagsfundi 10. mars. Listinn er skipaður fjölbreyttum og kröftugum hópi fólks sem brennur fyrir að vinna fyrir samfélagið í Reykjanesbæ. Oddviti listans er Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður Suðurkjördæmis.
Í ræðu á fundinum sagði Halldóra Fríða að framundan væru spennandi og stór verkefni sem felast meðal annars í því að festa Reykjanesbæ í sessi sem framsæknasta sveitarfélag landsins. „Tækifærin eru allt um kring og það er okkar sem hér búum að grípa þau. Eitt mikilvægasta hlutverk bæjarfulltrúa er að valdefla íbúa til góðra verka, styðja við bakið á góðum hugmyndum og ryðja hindrunum burt. Frambjóðendur Framsóknar munu líkt og síðastliðin fjögur ár halda áfram að fjárfesta í fólki og vera hreyfiafl framfara í samfélaginu.“
22 fulltrúar skipa listann:
- Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður
- Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia
- Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
- Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
- Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
- Sighvatur Jónsson, tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
- Aneta Zdzislawa Grabowska, einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur.
- Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, bílasali
- Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
- Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
- Birna Ósk Óskarsdóttir, grunnskólakennari
- Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi
- Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri í eldvarnareftirliti
- Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
- Birna Þórðardóttir, viðurkenndur bókari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
- Halldór Ármannsson, trillukall
- Karítas Lára Rafnkelsdóttir, ráðgjafi hjá Björginni
- Eva Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair og MBA nemi
- Ingibjörg Linda Jones, hjúkrunarnemi og starfsmaður Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja
- Sævar Jóhannsson, húsasmíðameistari
- Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
- Jóhann Friðrik Friðriksson, Alþingismaður